- Advertisement -

„Við eigum að vera ráðandi afl í samfélaginu“

Sólveig Anna Jónsdóttir: . „Það er frábært að við ætlum að standa saman. Gott hjá okkur, við erum að standa okkur mjög vel og eigum eftir að standa okkur enn betur!“

Sólveig Anna skrifar:

Tvennt pínkupons:

Ég get ekki samþykkt að draumurinn um réttlátt samfélag sé ekki lengur í boði. Ég get ekki samþykkt að við séum búin að gefast upp á því verkefni að tryggja gott líf fyrir alla. Ég get ekki samþykkt „náttúrulögmálið“ að okkar lífsskilyrði séu ávallt einhver afgangsstærð, eitthvað sem má kannski hugsa smá um þegar búið er að ganga frá því að yfirstéttin sé alveg örugg með sína yfirburða-stéttastöðu. Ég get ekki samþykkt að „ráðandi öfl“ í samfélaginu ráði öllu um okkur og líf okkar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég segi: Við eigum að vera ráðandi afl í samfélaginu. Við eigum að ráða því hvað við teljum okkur þurfa til að eiga gott og fallegt líf. Við búum í raunveruleikanum, ekki einhverjum hliðarveruleika fjármagns, afskrifta, skattaskjóla og „money heavens“; við búum til raunveruleg verðmæti, í raunheimum og eigum rétt á raunverulegri velsæld.

Ég fagna því innilega að vera þátttakandi í raunverulegri stéttabaráttu verka og láglaunafólks, að fá að vera stödd í því mómenti. Það er frábært að við krefjumst réttlætis. Það er frábært að við ætlum að standa saman. Gott hjá okkur, við erum að standa okkur mjög vel og eigum eftir að standa okkur enn betur!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: