„Það er líka mikilvægt út frá olíunotkun, sérstaklega þegar olíuverð flöktir, því að þetta er einn af okkar lykilgeirum og ég held það sé eitthvað sem við eigum að halda í þessari umræðu að auðvitað viljum við að það sé öflugur sjávarútvegur. Hann er leiðandi. Ég vona að háttvirtur þingmaður hafi farið á sjávarútvegssýninguna í Barcelona eða Brussel eða annað slíkt. Við erum stórveldi í sjávarútvegi og við eigum að verja þá stöðu af því að hún gerir það líka að verkum að við getum verið að fá ábata af greininni. Þetta helst í hendur. Þetta er algjört „win–win“, ef svo má segja,“ sagði Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki í þingumræðunni um auðlindagjöldin.
- Advertisement -