- Advertisement -

„Við stöndum öðrum þjóðum miklu, miklu framar“

Af vef RÚV.

Ráðherrarnir leyndu ekki gleði sinni 25. júní þegar tilkynnt var um afléttingu allra aðgerða vegna Covid. Stutt var í samanburð við aðrar þjóðir og jafnvel heimshálfur og jafnvel heiminn allan.

„Við stöndum öðrum þjóðum miklu, miklu framar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

„Til hamingju með daginn. Það er ekkert smágaman að vera hérna með ykkur,“ sagði hún einnig.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Af vef RÚV.

Aðrir ráðherra tók ekki eins sterkt til orða en gátu samt ekki leynt gleði sinni..

„Fyrsta Evrópuþjóðin til að aflétta öllum takmörkunum innanlands,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Áslaug Arna boðaði að framundan væru afléttingar allra takmarkana á landamærunum.

Hér er slóð á kynningarfundinn frá 25. júní.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: