- Advertisement -

Viðreisn endurreisir ríkisstjórnina

Staða Viðreisn er önnur á þingi en í borgarstjórn. Í borgarstjórn er staða flokks ótrúleg. Flokkur bauð fram í fyrsta sinn við síðustu kosningar. Fengu tvo borgarfulltrúar. Þeir endurreistu hrunin meirihluta Dags B. Eggertssonar. Launin voru fín. Borgarfulltrúarnir tveir fengu formennsku í borgarráði og forseta borgarstjórnar. Alslemm. Viðreisn ræður borgarstjórninni.

Á þingi er staðan önnur. Þar sitja fjórir þingmenn Viðreisnar í ganglausri stjórnarandstöðu. Ráða engu. Þekki er einu sinni hlustað á það sem þingmennirnir segja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mærir ráðherrana og ríkisstjórnina. Nánast við hvert tækifæri.

Það styttist óðum í þingkosningar. Sem betur fer segja sumir. Víst er að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur fellur í kosningunum. Stjórnin á enga von um að halda áfram, óbreytt. Þá kemur að Viðreisn. Nánast sama staða og er í borgarstjórn.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Guðlaugur Þór verður á færibandi Bjarna Benediktssonar, það er formaður fjárlaganefndar.

Viðreisn mun endurreisa fallna ríkisstjórn og fá dugleg laun fyrir. Tvö ráðherrasæti. Þorgerður Katrín fær annað og Hanna Katrín Friðriksson hitt. En til að það verði verður að losa tvö sæti. Sjálfstæðisflokkur lætur annað af hendi og Framsókn hitt. Þar sem óvíst er hvaða ráðherrar Framsóknar ná endurkjöri er óvíst með hvaða ráðherrastóll losnar sjálfkrafa þar. En hvaða ráðherra Sjálfstæðisflokksins þarf að taka poka sinn. Svarið blasir við.

Guðlaugur Þór Þórðarson. Honum verður fórnað. En hvers vegna? Jú, vegna þess að hann á ekki upp á pallborðið hjá Bjarna. Og hefur aldrei átt. En hvað með Kristján Þór Júlíusson, kann einhver að spyrja. Honum verður ekki fórnað. Hann hættir. Í ráðherrastólinn hans velst norðanmaður eða einn að sunnan. Bjarni leggur hins vegar stól utanríkisráðherra til bjargar fallinni ríkisstjórn. Hreinsar til innan síns flokks og opnar leið fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og nú formanns Viðreisnar í utanríkisráðuneytið.

Af hverju tel ég mig vita þetta. Auðvitað veit ég þetta ekki. Hins vegar tel ég þetta borðleggjandi. Viðreisn fékk allt fyrir lítið í borgarstjórn. Flokkurinn kann leikinn og fær mikið í endurreisti ríkisstjórn.

Ómögulegt er að þau nái öll kjöri; Sigurður Ingi, Lilja Dögg og Ásmundur Einar. Framsókn heldur tveimur ráðherraembættum að loknum næstu kosningum.

Þegar ég las Moggann sá ég að Þorgerður Katrín er kölluð til vegna flækju Guðlaugs Þórs um breytingar á skipan sendiherra. Einfalt mál sem er gert flókið. Í Mogganum segir Þorgerður Katrín:

„Það þarf að út­færa skip­an­ir bet­ur. Það væri ágætt að fá út­tekt á því hverju heima­sendi­herr­arn­ir skila. Slíkri út­tekt er ekki beint gegn þeim sem ein­stak­ling­um held­ur ein­ung­is verið að kanna hvort skipu­lagið sé í lagi. Stóra málið er að þetta virki sem skyldi.“

Og eins þetta:

 „Þetta mál er ekki mjög póli­tískt, en mér finnst ekki hægt að af­greiða það eins og það stend­ur núna. Það þarf meðal ann­ars að út­færa skip­an­ir bet­ur auk þess að skerpa á mál­um fag­sendi­herra.“

Bíngó. Þarna talaði næsti utanríkisráðherra Íslands, formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Vel á minnst. Guðlaugur Þór verður formaður fjárlaganefndar. Færibands Bjarna Benediktssonar. Fullkomin niðurlæging. Þar með fær Bjarni líka bíngó.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: