- Advertisement -

Viðsnúningur í ríkisfjármálum

Á sama tíma voru alls konar gjöld hækkuð til að ná jafnvægi á ríkisútgjöldin!

Marinó G. Njálsson skrifar:

Loksins fer ríkisstjórnin þá leið, sem ítrekað var bent á í hruninu að ætti að fara. Að keyra ríkissjóð á miklum halla í staðinn fyrir að skera niður útgjöld og þar með þjónustu ríkisins. Ég hvatti til þess að þessi leið væri farin 2009 og 2010 meðan við vorum að moka okkur í gegn um hrunið, en þáverandi fjármálaráðherra taldi rétt að þjóðin herti ólina enda þyrfti að refsa henni fyrir að hafa ekki hleypt honum að fyrr.

Munið þið eftir því, þegar bætur til eldri borgara voru skertar sumarið 2009 af því að það kostaði svo mikið að bjarga bönkunum? Öllum stofnunum ríkisins var gert að skera niður sem endaði með meira atvinnuleysi og skertri þjónustu. Á sama tíma voru alls konar gjöld hækkuð til að ná jafnvægi á ríkisútgjöldin!

Núna er sem sagt ætlunin að nota ríkissjóð til að jafna út kreppuna og koma í veg fyrir að niðursveiflan verði of mikil. Ekki á að auka á kreppuna með því að sækja meiri skatttekjur.

Hvað kemur til, spyr ég bara. Þetta er vægt til orða tekið viðsnúningur í ríkisfjármálum. Nokkuð sem var óhugsandi bara fyrir nokkrum árum, þegar Bjarni sagðist ekki geta leiðrétt kjör lífeyrisþega vegna þess að nauðsynlegt væri að ríkissjóður skilaði svo og svo miklum afgangi.

En batnandi mönnum er best að lifa og a.m.k. ég fagna þessari stefnubreytingu.

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: