- Advertisement -

Vigdís kom Gunnari Braga á óvart

Við Vigdís komum úr flokki sem klofnaði vegna innanflokksátaka.

„Nei ég hef ekki rætt þetta við hann og veit ekki hvað hann ætlar að gera,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í samtali við Miðjuna.

Vigdís tilkynnti: „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti varaformanns Miðflokksins sem kosinn verður á Landsþingi flokksins sem fer fram 28. og 29. mars næstkomandi.“

„Þetta kom mér nokkuð á óvart er fjölmiðlar sögðu mér frá þessu. Það á hins vegar enginn neitt í stjórnmálum og það þekkjum við Vigdís sem komum úr flokki sem klofnaði vegna innanflokksátaka,“ sagði Gunnar Bragi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er búið að vera gaman í Miðflokknum.

„Það er búið að vera gaman í Miðflokknum, hann mjög ungur,  verið mikil samheldni enda gengið mjög vel, flokkurinn sterkur málefnalega og fylgið gott á landsvísu. Ég hef reyndar sagt opinberlega að það er aðeins óþægilegt að vera bæði varaformaður og þingflokksformaður þannig að líklega þarf ég að velja en til þess er nægur tími,“ sagði Gunnar Bragi í samtali við Miðjuna.

„Varaformaður Miðflokksins stýrir almennu innra starfi og er tengiliður stjórnar við flokksfélög og sveitarstjórnarfulltrúa. Reynsla mín af þingi og ekki síður í borgarstjórn mun án efa koma til með að styrkja böndin á milli stjórnar flokksins, sveitastjórnarstigsins og grasrótarinnar nái ég kjöri,“ segir Vigdís.

Vigdís þakkar hvatningar til framboðsins.

„Ég vil þakka alla þá hvatningu og stuðning sem ég hef fengið víðs vegar að af landinu til að stíga þetta skref. Ég hef ígrundað málið vel og met það svo að ég geti ekki skorast undan ábyrgð,“ segir Vigdís og bætir við: „Jafnframt heiti ég því að vinna af heilindum og dugnaði til að gera hlut Miðflokksins sem mestan í framtíðinni, landi og þjóð til heilla.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: