- Advertisement -

Vilji dugar ekki þegar Íhaldið segir nei

Fann tvær tilvitnanir hér á Miðjunni. Fyrst er það Sigmundur Davíð og svo Sigurður Ingi. Þeir voru þá í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Sigmundur Davíð var forsætisráðherra og Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Tilefnið er þegar Vísir í Grindavík lokaði fiskvinnslum sínum á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri.

Það sést að vilji er ekki nóg. Og alls ekki þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur neitunarvald.

SDG: „Ég tel mikilvægt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé til þess fallið að verja byggðirnar, það er að segja að ekki verði til staðar sú hætta að atvinnustig heilu landshlutanna hrynji vegna tilfæringa í greininni. Ég veit að sjávarútvegsráðherrann leggur mikið upp úr við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt ekki bara þær byggðir sem yrðu illa úti, því allt helst þetta í hendur.“

SIJ: „Hvernig ætlar atvinnugreinin, sjávarútvegurinn, útgerðin að spila með í þessu. Ef þetta verður eingöngu á hendi ríkisins að þá þarf ríkið auðvitað að hafa úr einhverju að spila. Þá gæti verið að við þyrftum að taka aukinn hlut í hlut ríkisins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: