- Advertisement -

Vill að Óli Björn lesi heima

„Ég tel ekki að þing­menn geti verið upp­lýst­ir um allt sem í gangi er í sam­fé­lag­inu á hverj­um tíma. Hins veg­ar má gera þá kröfu til þing­manna að þeir séu al­mennt vel upp­lýst­ir, fylg­ist vel með hvað sé að ger­ast í sam­fé­lag­inu og hafi putt­ann á púls­in­um eins og hægt er. Eins er rétt að gera þá kröfu til þing­manna þegar þeir láta gamm­inn geisa í fjöl­miðlum, að þeir séu bún­ir að vinna heima­vinn­una sína og viti hvað þeir eru að tala um. Eða að minnsta kosti hafi ein­hverja lág­marks­hug­mynd um það,“ skrifar Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis í Moggann í dag.

Og hvert er tilefnið:

Óli Björn Kára­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins skrif­ar hálfsíðugrein í Morg­un­blaðið 28. apríl síðastliðinn. Þar fer hann mik­inn um launaþróun op­in­berra starfs­manna og ber fyr­ir sig alls kon­ar upp­lýs­ing­ar um að op­in­ber­ir starfs­menn sitji við ein­hverja þá kjöt­katla í launa­mál­um sem al­menni markaður­inn hafi ekki aðgang að. Í rök­semda­færslu sinni og talna­leikj­um tek­ur hann þó fram að „á al­menna vinnu­markaðnum hækkuðu laun verka­fólks frá byrj­un síðasta árs til janú­ar síðastliðins mest eða um 13,3%, á móti 8,5% meðal­hækk­un“. Und­ir lok grein­ar­inn­ar dreg­ur hann fram þess­ar álykt­an­ir: „Bú­ast má við að launa­fólk á al­menn­um markaði geri þá kröfu – sem varla get­ur tal­ist ósann­gjörn – að það mis­gengi sem hef­ur átt sér stað í launaþróun hins op­in­bera og einka­geir­ans verði a.m.k. jafnað þegar sest verður niður við gerð nýrra kjara­samn­inga.“ Hér rat­ast þing­mann­in­um satt orð á munn þótt með öf­ug­um for­merkj­um sé.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: