- Advertisement -

Villi Bjarna er ekki lygalaupur og ekki rugludallur

Það fékk á mig að lesa grein Vilhjálms Bjarnasonar, Villa Bjarna, í Mogga dagsins. Hann upplýsir að misgóðir menn hafa vegið að heiðri sínum.

„Á liðnu ári fjallaði Alþingi um þings­álykt­un um orku­mál í tengsl­um við aðild að samn­ingi um Evr­ópskt efna­hags­svæði. Þar sem ég hef kjör­bréf upp á að vera vara­alþing­ismaður og haf­andi setið í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is leyfði ég mér að taka þátt í umræðu um þetta mál­efni utan Alþing­is,“ skrifaði Villi og svo þetta:

„Þá fékk ég yfir mig í tengsl­um við það sem ég hafði ritað: „Ruglu­koll­ur sem eng­inn vildi á þing þjóðar­inn­ar.“ Sá er þetta ritaði hef­ur at­vinnu af því að vera formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, Snorri Magnús­son. Þetta ritaði hann skömmu eft­ir miðnætti aðfaranótt sunnu­dags. Það skal upp­lýst að ár­ang­ur minn í próf­kjöri gaf þing­sæti en femínísk viðhorf for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins færðu mig niður um sæti.“

Ekki þykir gott að vera rugludallur en verra er að vera sagður vera lygalaupur:

Stefán Einar Stefánsson Viðskiptakálfi Moggans sagði Villa Bjarna ljúga.

„Þá sá rit­stjóri viðskipta­blaðs Morg­un­blaðsins ástæðu til að segja um eina grein mína „lang­orð lygi“, án þess að nefna hvað væri orðum aukið og hvað væri lygi. Ef það sem ritað er í viðskipta­blað Morg­un­blaðsins er jafn létt­vægt og það sem þarna var ritað, þá er það allt mark­laus skrif og að engu haf­andi,“ skrifar þingmaðurinn fyrrverandi. Nú væri hægt að segja við Stefán Einar: Éttan sjálfur, en þannig talar fólk bara ekki.

Af litlum kynnum af Villa Bjarna er það sagt hér að hann er ekki rugludallur. Hann er skemmtilegur. Og Villi Bjarna er ekki lygalaupur. Hann er of klár til að ljúga. Það gera aðrir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: