- Advertisement -

„Villikettirnir“ í lið með Ásmundi og berjast gegn höfuðmáli Vinstri grænna

Það eru ekki bara „villikettirnir“ í Sjálfstæðisflokki sem leggjast þvert á framtíðarsýn Vinstri grænna um hálendisþjóðgarðinn. Meira að segja er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og einn af oddvitum ríkisstjórnarinnar, segir líka nei. Vinstri græn eru með allt í skrúfunni í þessu máli, sem og sumum öðrum.

„Hugs­un­ar­gang­ur og stjórn­kerfi í frum­varpi um há­lend­isþjóðgarð sem nú hef­ur verið lagt fram á Alþingi geng­ur ekki upp. Það er hlut­verk okk­ar að tryggja aðgengi framtíðarkyn­slóða að sjálf­bær­um end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um, jafnt til heim­il­isþarfa og grænn­ar at­vinnu­upp­bygg­ing­ar,“ skrifar Ásmundur Friðriksson, sem fer fremst allra „villikattanna“ í málinu í langloku í Mogga dagsins.

Í frétt í Mogganum segir: „„Ég samþykki ekki frum­varpið eins og það ligg­ur fyr­ir núna,“ seg­ir Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks. Hann tel­ur að ekki sé horft heild­stætt til þeirra víðtæku hags­muna, t.d. í orku­mál­um, sem há­lend­isþjóðgarður snert­ir. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir sam­tal við fólk sem kunn­ugt sé staðhátt­um á há­lend­inu og sinni vörslu þess vel hafa mistek­ist. Í sveit­un­um, til dæm­is á Suður­landi, sé mik­il andstaða við málið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: