- Advertisement -

Vinna í leikskólum á skítalaunum

…án þessa hóps væru leikskólar borgarinnar nánast óstarfhæfir…

Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri skrifar:

„Í dag hefst kosning í Eflingu um hvort fara eigi í verkfall eða ekki. Ég styð Eflingarfólk í sinni baráttu. Í leikskólum borgarinnar starfa um 1000 félagsmenn Eflingar. Um tvo hópa er að ræða. Annars vegar þá sem stoppa stutt við, eru t.d. að taka sér hlé frá námi o.fl. Hinn hópurinn er fólkið sem hefur valið sér það að verja starfsævinni í leikskólanum þrátt fyrir skítalaun. Þetta fólk býr yfir mikilli reynslu og þekkingu og ég fullyrði það að án þessa hóps væru leikskólar borgarinnar nánast óstarfhæfir í þeim mikla leikskólakennaraskorti sem er.

Það þarf að gera eitthvað fyrir þetta fólk sem slítur sér út á launum sem eru ekki neinum bjóðandi. Þegar og ef Eflingarfólkið í leikskólanum fer í verkfall mun það lama mjög marga leikskóla og samfélagið mun mjög fljótt finna fyrir því. Aðrar stéttir innan Eflingar eru ekki síður mikilvægar og ég held að það sé rétt að þessi ósýnilegi hópur sé með borgina í sínum höndum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: