- Advertisement -

Vinnan er mikilvæg undirstaða lífsgæða

Fjármálaráðherra er með þessu að halda niðri lægstu launum.

Guðmundur Gunnarsson skrfar:

Fjármálaráðherra segist ekki vera hlynntur því að framlengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta og hækka atvinnuleysisbætur og rökstyður það með fullyrðingu um að hærri bætur gætu dregið úr hvata til atvinnuleitar. Fullyrðing fjármálaráðherra stenst enga skoðun, vandaðar rannsóknir sýna hið andstæða. Lágar bætur auka atvinnuleysi og tekjuójöfnuð. Fjármálaráðherra er með þessu að halda niðri lægstu launum.

Fjármálaráðherra og talsmenn samtaka atvinnulífsins fullyrða að ef bætur séu of háar lokki það fólki út af vinnumarkaði. Við séum að leggja á okkur óhagræði með því leggja það á okkur að vera á vinnumarkaði og það valdi ónæði. Við heyrum stjórnmálamenn og talsmenn samtaka fyrirtækja halda þessu fram og vísa máli sínu í úrelt sjónarmið.

Þátttaka á vinnumarkaði er ómissandi þáttur.

Þar má t.d. benda á rannsóknir á vinnumarkaði í Finnlandi og Bretlandi þar sem hefur verið langvinnt víðtækt atvinnuleysi. Þessar rannsóknir sýna hins vegar fram á að vinnan og þátttaka á vinnumarkaði geri margt fyrir okkur. Þátttaka á vinnumarkaði sé ómissandi þáttur í félagslegum tengslum. Undirstaða félagslegra tengsla og hlutverks einstaklingsins og samskipta í vinahópum. Hefur góð áhrif á okkur.

En þegar við missum vinnuna þá hverfur sjálfsvirðing, við glötum við öryggi og lendum í tómarúmi. Fjárhagslegt hrap og við höfum tilfinningu að við séum óþörf og fyllumst tilgangsleysi. Allar kannanir sýna að við séum tilbúinn að leggja töluvert á okkur til þess að halda vinnu. Við uppsögn upplifum við það að við séum lakari en aðrir samstarfsmenn. Vinnan er í sjálfu sér mikilvæg undirstaða lífsgæða.

Fólk sem lendir í atvinnuleysi glatar sjálfsvirðingu, hefur ekki fjárhagslega möguleika til þess að taka þátt í félagslegum samskiptum með vinahópum. Fellur úr félagslegu umhverfi vinnustaðarins og tengslanet trosnar og það fær ekki upplýsingar um ný störf. Atvinnulaus einstaklingur getur ekki staðið undir fjárhagslegum skyldum, missir bílinn, á ekki fyrir endurnýjun fata, fær flækingslegt útlit og vekur þannig ekki áhuga hjá atvinnurekenda þegar sótt er um nýtt starf.

Óvissan í atvinnuleysi fer verst með fólk. Fólk fyrir ofan miðjan aldur lendir oft í þeirri stöðu að vera gert að horfast í þá staðreynd að komið sé að endalokum á vinnumarkaði og fellir úr félagslegu umhverfi. Rannsóknir sýna glögglega fram á að slakar atvinnuleysisbætur lengja atvinnuleysið og festist í þessari stöðu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: