- Advertisement -

Vinstri græn réttlæta vanlíðan sína í stjórnarsamstarfinu

Morgunblaðið fékk hæsta styrkinn upp á tæpar 100 milljónir í kerfi sem var komið á undir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

„Það er skondið að upplifa það, þremur árum eftir að þessi ríkisstjórn var stofnuð, að forsætisráðherra fari með langt mál á flokksþingi sínu og ekki bara það heldur komi þingmenn Vinstri grænna hingað upp hver á fætur öðrum og reyni að réttlæta sína eigin vanlíðan í stjórnarsamstarfinu. Gott og vel, ég skil það reyndar mjög vel,“ sagði formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, á Alþingi.

„En það er svolítið kúnstugt að eftir þrjú ár skuli vanlíðanin vera svona merkilega mikil þrátt fyrir að þessi ríkisstjórn sé sambræðingur eins og við höfum talað um og bent á íhaldsflokka,“ sagði Þorgerður Katrín.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef ég væri Vinstri græn.

„Ef ég væri Vinstri græn hefði ég hins vegar miklu meiri áhyggjur af orðum fjármálaráðherra í viðtali í ríkisstyrktu blaði,  það blað, Morgunblaðið, fékk reyndar hæsta styrkinn upp á tæpar 100 milljónir í kerfi sem var komið á undir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Í viðtalinu segir fjármálaráðherra eitt og annað um Reykjavíkurborg og hnýtir í borgina en minnist ekki einu orði á mikilvægustu framkvæmdina sem við þurfum að ráðast strax í, er tilbúin og við þurfum að flýta því af því að við þurfum agressífar aðgerðir núna til þess að hjálpa því fólki sem er í vanda og verður í enn meiri vanda þegar atvinnuleysi eykst. Um það var ekki eitt orð en af því hafa Vinstri græn reyndar ekki áhyggjur. Þau hafa engar áhyggjur af því samstarfi sem þau eru í innan ríkisstjórnar og hvaða áhrif það hefur hugsanlega á stórar framkvæmdir.“

Þorgerður Katrín hefur miklar áhyggjur: „Með þessu er ég að segja að ég hef verulegar áhyggjur af því að ríkisstjórnin, fjármálaráðherra og aðrir, eins og Vinstri græn í þessari ríkisstjórn, skynji ekki þann mikla bráðavanda sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir. Vissulega hefur margt verið vel gert en atvinnuleysi er mikið og það mun bara aukast á næstu mánuðum og þá þurfum við aðgerðir strax, ekki eitthvað sem ríkisstjórnin er að boða í fjármálastefnu eftir eitt, tvö eða þrjú ár. Við þurfum að gera þetta strax því að við þurfum að svara aðkallandi ákalli fólks um allt land, ekki síst af Suðurnesjunum, um að það þurfi vinnu. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina, fólk í Vinstri grænum sem er haldið ákveðinni vanlíðan innan ríkisstjórnarinnar, til að fara í það að hvetja fjármálaráðherra til að ýta við borgarlínu og fara strax í hana, ekki bíða með hana.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: