- Advertisement -

Völd þing­manna hafa veikst stór­lega

Davíð Oddsson:
Því fer fjarri að þing­heim­ur all­ur átti sig á þess­ari for­sendu fram­far­anna.

Stjórnmál / „En á hinn bóg­inn hafa áhrif og völd þing­manna veikst stór­lega á síðustu ára­tug­um. Um það þarf ekki að deila og gild­ar ástæður standa til þess og ekki endi­lega all­ar nei­kvæðar.“

Það er ritstjórinn Davíð Oddsson sem segir þetta í Reykjavíkurbréfi morgundagsins. Það sem Davíð segir sést glögglega í störfum Alþingis. Ráðherraræðið er ráðandi. Þingmenn í fjárlaganefnd hafa sagt starf nefndarinnar hafa stórbreyst. Nefndin tekur fáar ákvarðanir þó hún eigi að vera virkari þar sem Alþingi hefur fjárveitingarvaldið, eða hafði, en nú er það fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Davíð átti kannski ekki við þetta. Gefum honum orðið á ný:

„Þing­menn og áhrif þeirra skiptu miklu í aug­um borg­ar­anna á meðan flest það sem gera þurfti varð fyr­ir op­in­ber­an at­beina. Öflug fyr­ir­tæki hafa síðar komið til. Sveit­ar­fé­lög sem áður máttu sín lít­ils hafa eflst og styrkst. For­send­an fyr­ir þess­ari þróun er frjálst og öfl­ugt at­vinnu­líf með sér­hæfða starfs­menn á öll­um sviðum og þar sem svig­rúm fram­sýnna ein­stak­linga er nægj­an­legt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er aðeins gælt við fólkið sem kostar útgáfu Moggans, fólkið sem borgar ritstjóralaunin.

„Því fer fjarri að þing­heim­ur all­ur átti sig á þess­ari for­sendu fram­far­anna. Þar halda of marg­ir enn að fjár­mun­irn­ir eigi upp­runa sinn í sam­eig­in­leg­um sjóðum og hugsa sjaldn­ast til þess hvar allt þetta fé var áður en það lenti þar og tók að rýrna, áður en það fór í op­in­bera brúk­un og þó mest eft­ir að þangað var komið.“

Davíð fyrrverandi hefur ekki mikið álit á þingheimi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: