- Advertisement -

VR Skóli lífsins

VR-Skóli lífsins, nýtt átak VR, hófst í vikunni og er markmið átaksins að undirbúa ungt fólk fyrir vinnumarkaðinn og kynna fyrir því réttindi og skyldur í starfi. Átakið fer að mestu fram á netinu og er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-24 ára.

Í skólanum er sagt frá ungri stúlku sem er að leita sér að vinnu og lendir í ýmsum uppákomum, lærir leikreglur vinnumarkaðarins og hver hennar réttindi og skyldur eru. Nemendur VR skólans fara með henni í gegnum ferlið og læra þannig hvað felst í þátttöku á vinnumarkaði. Þegar námi hefur verið lokið fá þátttakendur staðfestingu á þátttöku sinni og geta látið hana fylgja með ferilskrá  þegar sótt er um starf.

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir mikla þörf fyrir átak af þessu taki. Umræða síðustu missera um stöðu ungs fólks og þau mál sem hafa komið upp varðandi laun og vinnutíma þeirra sýni að víða sé pottur brotinn. Þess sé vænt að VR-Skóli lífsins taki á þessu vandamáli og fleirum.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu átaksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fésbókarsíða VR Skóla lífsins.

 Kynningarmyndband um skólann.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: