- Advertisement -

Yfirgripsmikil vanþekking minnihlutans

„Það er hafið yfir allan vafa að skjalfest markmið borgarstjórnarmeirihlutans hafa ekki náðst.“

„Bókanir minnihlutans lýsa yfirgripsmikilli vanþekkingu á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Umferð hjólandi hefur nú þegar náð hlutdeild sinni og gangandi vegfarendum fjölgar. Farþegum strætó fer sífellt fjölgandi þannig að markmið um minnkandi hlutdeild einkabíla til ársins 2030 munu nást,“ segir í bókun meirihutafloakkanna í borgarráði frá borgarráðsfundi í dag.

Fyrr á fundinum höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins annars vegar og Miðflokksins hins vegar bókað um samgöngur í Reykjavík.

„Þrátt fyrir fögur fyrirheit og skýr mælanleg markmið hefur umferð versnað með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum að ótöldum vandamálum vegna tafatíma í umferð,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.

Í bókun Miðflokksins segir meðal annars: „Þrátt fyrir fögur fyrirheit og skýr mælanleg markmið hefur umferð versnað með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum að ótöldum vandamálum vegna tafatíma í umferð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bókanir héldu áfram og í seinni bókun Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins og nú með Miðflokki, segir: „Það er hafið yfir allan vafa að skjalfest markmið borgarstjórnarmeirihlutans hafa ekki náðst. Það markmið að almenningssamgöngur verði 8% hefur ekki náðst.“

Og í seinni bókun meirihutans segir: „Ef bregðast á við loftslagsbreytingum af mannavöldum, auka loftgæði og lýðheilsu fólks, þá þarf að sýna ábyrgð sem endurspeglast í stefnumótun borgarinnar, m.a. í aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það er hins vegar ábyrgðarlaust hjá fulltrúum Sjálfsæðisflokks í borgarráði, Flokki fólksins og Miðflokknum að tala fyrir íhaldssemi í samgöngumálum í borginni, lagningu fleiri mislægra gatnamóta og lagningu fleiri vega í borgarlandinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: