Arion: Ríkið varð af einum Landspítala

- lækkuðu kaupendurnir umsamdar greiðslur til ríkissjóðs með viðskiptunum? Það segir fyrrverandi forsætisráðherra.

„Fleira kann að búa að baki þessari sölu sem kemur í beinu framhaldi af samningi um kaup á aflandskrónum og losun hafta en það er auðvelt að sjá hvernig aðeins þetta atriði getur munað eins og einum spítala fyrir ríkissjóð Íslands.“

Margt bendir til að viðskiptin með Arionbanka hafi verið helst til þess að lækka svo um munar greiðslur til íslenska ríkisins, svo munar; „…einum spítala fyrir ríkissjóð Íslands,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á heimasíðu sína.

Hann segir í greininni að slitabúin hafi ekki getað selt bankana nema með velvild stjórnvalda og reglur um eignarhald hafi verið eitt af stóru málunum sem leysa átti úr við endurskipulagningu fjármálakerfisins. „Vinnu sem svo stöðvaðist með þeim afleiðingum sem við horfum nú upp á.“

Ríkið missti forkaupsréttinn

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigmundur Davíð, sem enginn efast um að þekkir vel til þeirrar vinnu sem var unnin í hans valdatíð, segir verðið sem greitt er fyrir Arion banka lágt og það veki athygli að verðið er aðeins 0,01 yfir því verði sem myndi virkja forkaupsrétt ríkisins.

„Ef þau 87% í Arion banka sem ekki eru í eigu ríkisins verða seld á sem nemur 0,81 krónu á hverja krónu eigin fjár koma rúmir 100 milljarðar í hlut ríkisins. Skuld upp á 84 milljarða verður gerð upp og í ofanálag fær ríkið 16,8 milljarða vegna hagnaðar af sölunni,“ skrifar forsætisráðherrann fyrrverandi og heldur áfram:

Ríkið fær ekki sitt

„Ef hins vegar hefði verið selt á verðinu 1,2 kæmu 152,7 milljarðar í hlut ríkisins og miðað við gengið 1,5, væru það 194 milljarðar. Ef við teljum 20% álag á eigið fé eðlilegt verð (1,2) fengi ríkið því um 52 milljörðum meira í sinn hlut en það fær fyrir það verð sem vogunarsjóðirnir styðjast við þegar þeir selja sjálfum sér bankann. Þeir geta svo selt hann aftur á hærra verði eða leyst hann upp án þess að láta ríkið hafa sinn skerf.“

Sigmundur Davíð hefur efasemdir og endar greinina svona: „Fleira kann að búa að baki þessari sölu sem kemur í beinu framhaldi af samningi um kaup á aflandskrónum og losun hafta en það er auðvelt að sjá hvernig aðeins þetta atriði getur munað eins og einum spítala fyrir ríkissjóð Íslands.“

Hér er má lesa grein Sigmundar Davíðs.
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: