- Advertisement -

Byggjum helst fyrir ríka fólkið

„Nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru flestar dýrar og höfða frekar til tekjuhærri hópa. Minna hefur verið byggt af ódýrari íbúðum og hafa tekjulægri hópar átt í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega fyrstu kaupendur,“ segir í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar.

Vantar íbúðir

Í áætluninni segir að á árunum 2005–2008 hafi fjöldi íbúða, sem kláraðar voru á ári að meðaltali veið um 3.200, en í kjölfar efnahagshrunsins hafi dregið verulega úr byggingu íbúðarhúsnæðis samhliða raunlækkun húsnæðisverðs. „Síðustu ár hefur verið vöxtur í byggingu íbúðarhúsnæðis og framboð hefur aukist. Á höfuðborgarsvæðinu hafa skilyrði fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis verið hagstæð þar sem markaðsverð íbúða hefur hækkað umtalsvert umfram byggingarkostnað. Sú er þó ekki raunin víða á landsbyggðinni, sem þó glímir við nokkurn húsnæðisskort á þeim svæðum þar sem atvinnuuppbygging hefur verið hröðust.“

Leigumarkaðurinn

Þú gætir haft áhuga á þessum
Heimavellir.
Ekki er víst að hinn almenni borgari hafi efni á að leigja þriggja herbergja íbúð á þessu verði.

Í áætluninni segir að breyttar aðstæður hafi einnig haft áhirf á leigumarkaðinum; „…en almenn leigufélög hafa orðið umsvifameiri á íbúðamarkaði undanfarin ár.“ Þar segir að „greiningaraðilar“ áætli að byggja þurfi 2.300–3.000 íbúðir að meðaltali á ári til þess að mæta uppsafnaðri þörf og anna eftirspurn. „Mikilvægt er að skapa þannig aðstæður að framboð húsnæðis haldist í hendur við eftirspurnina og það henti ólíkum tekjuhópum og breyttu fjölskyldumynstri.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: