- Advertisement -

Alþýðan borgi ekki gengisfallið

Vilhjálmur Bjarnason skrifar: Nú fellur gengið eins og enginn sé morgundagurinn en núna er dollarinn í

113,45 og hefur fallið um 8,24% frá 1. ágúst.

Einnig hefur evran fallið skart gagnvart krónunni en í dag er evran í 131,50 og hefur fallið um 7,1% gagnvart krónunni frá 1. ágúst.

Það er ljóst að nú mun verðbólgudraugurinn fara af stað á nýjan leik með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning í þessu landi. Það munu ekki líða margir dagar þar til verslun og þjónustufyrirtæki varpi gengislækkuninni miskunnarlaust útí verðlagið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta mun síðan leiða til þess að verðtryggðarskuldir heimilanna muni hækka umtalsvert í kjölfar aukinnar verðbólgu.

Því það mun aldrei koma til greina að alþýða þessa lands sem þarf að búa við verðtryggðarskuldir taki þær byrðar á sig eins margoft hefur gerst á meðan fjármálakerfið er varið í bak og fyrir!

Það hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnvöld, Seðlabankann og aðra lukkuritara sérhagsmunaaflanna að geta ekki kennt launahækkunum verkafólks um að verðbólgan er hugsanlega að fara af stað að nýju. Rétt að minna á að laun hækkuðu um einungis 3% 1 maí sl. þannig að ekki verður því kennt um!

Nei nú tala menn um að hugsanlega sé krónan að falla vegna óróa og óvissu í kringum Wow air. Fyrirgefið ef svo er þá held ég að tímabært sé að kanna upptöku á nýjum gjaldmiðli ef óvissa hjá einu fyrirtæki getur fellt krónuna eins og nú er að gerast.

Þetta sýnir enn og aftur hversu mikilvægt það er að afnema verðtrygginguna til að verja neytendur og heimili landsins við svona falli krónunnar! Eitt er líka víst að ef krónan mun halda áfram að falla þá mun það alls ekki hjálpa til við ná fram nýjum kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði. Því það mun aldrei koma til greina að alþýða þessa lands sem þarf að búa við verðtryggðarskuldir taki þær byrðar á sig eins margoft hefur gerst á meðan fjármálakerfið er varið í bak og fyrir!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: