- Advertisement -

Brottreknir flugmenn í vistarböndum

- Icelandair krefst sjö millljóna frá hverjum og einum fari þeir til starfa hjá öðrum flugfélögum.

Illa er fyrir brottreknum flugmönnum Icelandair komið. Félagið er með veð í hverjum og einum sem gerir þeim ókleift að starfa við flug hjá öðrum flugfélögum, jafnvel þó Icelandair hafi sagt þeim upp, rekið þá, og geti ekki boðið þeim áframhaldandi starf. Vilji flugmennirnir starfa áfram við flug, verða þeir að bíða þar til Icelandair þarf aftur á þeim að halda.

Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. Þar segir t.d. „Icelandair kostar þjálfun nýliða gegn samkomulagi um að þeir starfi hjá félaginu í ákveðinn tíma. Þetta tíðkast í flugheiminum, ekki aðeins hjá flugmönnum, og færist í vöxt í öðrum greinum þar sem fyrirtæki taka þátt í námi og þjálfun starfsfólks,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Guðjón er í raun að segja að þeir flugmenn sem ráða sig til Icelandair og fari í þjálfun þar, sem trúlega er skilyrði, eigi ekki afturkvæmt í flug annarsstaðar. Þegar þeir ráða sig brenna þeir allar brýr að baki sér. Séu þá bundir vistarböndum.

Örnólfur Jónsson, formaður Félas atvinnuflugmanna, segir félagið hafa gert athugasemdir við þetta háttarlag segja þetta ekki ganga upp þar sem veðhafinn, það er Icelandair bjóði ekki samfellda vinnu. Flugmenn eiga einn möguleika. Það kostar hvern og einn þeirra sjö milljónir til að losna úr vistarböndum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Talsmaður flugfélagsins segir þetta allt vera eðlilegt og ekki sé gert upp á milli flugmanna, allir séu í vistarböndum. Í frétti Moggans segir; „Þess skal getið að flugmenn fá þjálfun á ákveðnar flugvélategundir og sú þekking er verðmæti sem getur nýst öðrum flugfélögum.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: