- Advertisement -

Til varnar óupplýsta þingmanninum

Angans Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður. Hann veit bara það sem hann veit og annað ekki. Þannig er það bara. Þegar hann, í ógæfu sinni, sagði fólk fara létt með að verja aðeins tólf til fimmtán prósentum tekna sinna til matarkaupa vissi hann ekki betur. Vissi bara ekki betur.

Því ætti hann að vita meira og vita betur? Njáll Trausti er sannur maður. Talar bara um það sem hann þekkir. Hitt er aftur á móti verra. Hann virðist hvorki heyra né sjá það sem er á annan veg. Það er ljóður á ráði hins trygga og dygga flokksmanns. Ekki er hirt um það í Valhöll. Þar er talað einni röddu.

Hingað til hefur það dugað. Formaðurinn er lítt hrifinn af „minnimáttar“ og auðvitað er Njáll Trausti það líka. Annað er bara ekki í boði á þeim bæ. Við verðum að virða Njáli Trausta það til vorkunnar að hann bara veit ekki betur. Veit ekki að meðal okkar er fólk sem verður að lifa á hrísgrjónum og hafragraut dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár.

Ekki er vitað hvaða matarsmekk þingmaðurinn hefur. Kannski finnast honum bæði hrísgrjón og haframjöl alveg ágætur matur. Lengra nær þetta bara ekki.



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: