- Advertisement -

Stórútgerðin hefur tök á ríkisstjórninni

Það er eitthvað rosalega mikið rangt við þetta.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Hvernig stendur á því að lífeyrissjóðir landsins eru að púkka svona upp á Þorsteinn Má Baldvinsson forstjóra Samherja? Maðurinn sætir nú rannsókn fyrir alvarlega glæpi. Á sama tíma er hann og hans fjölskylda að eignast yfir 30 prósent í Eimskip, en í því fyrirtæki eiga lífeyrissjóðirnir okkar meirihluta. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt í einni sæng með Þorsteini Má og fjölskyldu. Það er eitthvað rosalega mikið rangt við þetta. Hvernig getum við verið að taka þátt í rekstri með Þorsteini Má og fjölskyldu? Þetta er í raun geggjun, út frá öllum siðferðisviðmiðum, þó búið sé að pússa þetta upp í lagalegum skilningi. Og sjáið þessar tölur: 110,7 milljarðar var eigið fé Samherjasamstæðunnar árið 2018 og hagnaðurinn samtals um 12 milljarðar. Samt kemur ekki til greina að hækka veiðigjöldin. Þorsteinn Már og stórútgerðin hefur svo mikill tök á ríkisstjórninni að hún þorir ekki fyrir sitt litla leyti að hreyfa við veiðigjöldunum. Stórútgerðin á nefnilega allt of marga stjórnmálamenn með húð og hári. Þeir eiga sína pólitísku tilveru undir stórútgerðarmönnunum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: