- Advertisement -

Á Íslandi ríkir ógnarstjórn ráðherra

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Ljúga og hafa í hótunum…

Ef heilbrigt siðferði væri í íslenskum stjórnmálum þá hefði Bjarni Benediktsson ráðherra sagt af sér vegna Ásmundarsalsmálsins, eins og ráðherrar víða um heim hafa gert sem hafa orðið uppvísir af svipaðri hegðun og Bjarni á tímum Covid. En á Íslandi ríkir ógnarstjórn ráðherra sem gera allt til að verja hvern annan. Ljúga og hafa í hótunum, eins og Áslaug Arna dómsmálaráðherra gerði í þessu máli. Nú er komið í ljós að hún krafði lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökun vegna málsins og kom líka sökinni yfir á lögreglumenn sem voru sinna skyldu sinni. Hún laug um innihald samtals hennar við lögreglustjórann þegar hún hringdi í hana klukkan 4:30 á aðfangadag í fyrra og hringdi tvisvar í hana.

Bjarni braut lög.

Þá vaknar spurningin er hægt að treysta þessum ráðherrum?

Þá hefur hún beitt sér fyrir því að öll athyglin á málinu færðist yfir á lögregluna til að verja ráðherrann. Þá vaknar spurningin er hægt að treysta þessum ráðherrum? Hversu oft hafa þeir logið til að hylma yfir hegðun hvers annars? Það er gróf, alvarleg og óafsakanleg hegðun að kenna venjulegum borgurum, í þessu til felli lögreglunni, um sitt eigið siðleysi og dómgreindarbrest. Bjarni braut lög. Ef hann og hans meðráðherrar væru boðlegir íslenskum almenningi, þá hefði Bjarni sagt af sér og Áslaug Arna líka fyrir að ljúga í málinu. Sama gildir einnig um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð ráðherra sem líka braut sóttvarnarlög.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: