- Advertisement -

Þau ríku nota þrjár leiðir til að réttlæta hversu lága skatta þau borga

 Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þau ríku nota þrjár leiðir til að réttlæta hversu lága skatta þau borga. Allt helber þvættingur.

Fyrsta leiðin er að því meira sem þau græði, því fleiri brauðmolar falli hinum fátækari í skaut. Kjaftæði. Í meira en 40 ár hefur auður þeirra ríku vaxið gígantískt á meðan meðallaun hafa nánast ekkert hækkað þegar miðað er við verðbólgu.

Önnur leiðin er hinn svo kallaði “frjálsi markaður”. Þau ríku segjast frá umbun fyrir að skapa markað sem þjónar almenningi, að skapa og framleiða fyrir fólk sem það óskar eftir að fá. Kjaftæði. Þau ríku hafa riggað upp hinn svokallað frjálsa markað í eigin ágóðaskyni með dúndrandi auglýsingaherferðum og framlögum í kosningasjóði sem aldrei nokkru sinni hafa verið eins há. Í staðinn hafa þau fengið lægri skatta, frelsi til að veikja og brjóta niður verkalýðsfélög og fengið yfirráð yfir mörkuðum, aukna einkavæðingu og minna eftirlit.

Þriðja leiðin er svo að segjast vera rík vegna þau búi yfir meiri hæfni er aðrir. Þau hafi barist með eigin verðleikum til metorða og ríkidæmis. Kjaftæði. Til dæmis hafa flestir amerískir milljarðamæringar fæðst með silfurskeið í munninum. Það á til að mynda við um Jeff Bezog (sem fékk gríðarlega fjármuni frá foreldrunum í sitt svokallað “bílskúrsstart”), Bill Gates og Elon Musk.

Svo ekki falla fyrir þessum réttlætingum þeirra ríku segir fyrrum vinnumálaráðherra USA, Robert Reich profsessor í Berkley háskóla í Kaliforníu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: