- Advertisement -

Ábyrgðin liggur alltaf hjá Reykjavíkurborg

„Það er á ábyrgð Reykjavíkurborgar að tryggja að enginn búi við heimilisleysi,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista á fundi velferðaráðs Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg getur ekki samið ábyrgðina frá sér.

„Hér er m.a. verið að leggja til að fela velferðarsviði að undirbúa tillögu að framtíðarskipan reksturs Konukots. Það er gott að leita til aðila líkt og félagasamtaka sem hafa reynslu og þekkingu á þeim málaflokki sem hér um ræðir. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vill þó ítreka mikilvægi þess að ábyrgðin liggur alltaf hjá Reykjavíkurborg, sem á að þjónusta fólkið sem hér um ræðir. Reynsla félagasamtaka byggir oft á því að þau fá allt of lítið fjármagn til að veita almennilega þjónustu og slíkt bitnar á fólkinu sem er í þörf fyrir góða þjónustu. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á fjárhagslega ábyrgð Reykjavíkurborgar í framtíðar fyrirhuguðu samstarfi við mögulega utanaðkomandi aðila. Reyndin má ekki verða sú að samningur sé gerður við t.d. félagasamtök um reksturinn sem byggir á því að samtökin fái ákveðið fjármagn til að halda uppi starfseminni, sem dugar síðan ekki til að sinna öllum þeim þáttum sem þarf að sinna. Reykjavíkurborg getur ekki samið ábyrgðina frá sér.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: