- Advertisement -

Ætlar að krefja ráðaneytið svara

Við ætlum að krefja ráðuneytið svara og við búumst við að fá formleg viðbrögð þá.

Sýsluskrifstofunni í Bolungarvík var lokað um mánaðamótin. Eins og áður hefur verið greint frá var lokuninni mótmælt harðlega af bæjaryfirvöldum í Bolungarvík og sömuleiðis af Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að engin viðbrögð hafi borist frá stjórnvöldum. „Við ætlum að krefja ráðuneytið svara og við búumst við að fá formleg viðbrögð þá,“ segir hann.

Að sögn Jóns Páls er innanríkisráðherra búinn að skrifa undir reglugerðarbreytingu sem heimilar að loka skrifstofunni í Bolungarvík. „Það tók innan við tvo virka daga sem mér þykir mjög skjót og örugg stjórnsýsla.“

Sjá meira um þetta mál á Bæjarins Besta


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: