- Advertisement -

Aldraðir og öryrkjar: Ríkið hrifsaði af þeim 60 milljarða króna á síðasta ári

Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, spurði Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra, um skerðingarreglur almannatrygginga og hversu mikið greiðslur úr ríkissjóði til einstaklinga hafa lækkað vegna reglnanna á ári hverju undanfarin fjögur ár og hvernig skiptast þær fjárhæðir á milli réttindaflokka?

Niðurstaðan er ótrúleg. Hér er tafla um skatthlutfall þessa fólks. Þarna má sjá að hæstu skerðingarnar, eða skattarnir, eru 65 prósent.

„Meginreglan er sú að allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á útreikning bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þó eru þar undanskilin fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, séreignarlífeyrissparnaður, bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar, bætur samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Í einföldu máli má segja að það séu tekjur af atvinnu, tekjur úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur og tekjur samkvæmt skattframtali sem kallast aðrar tekjur, sem skerða greiðslur úr bótaflokkum lífeyristrygginga,“ segir í svari Ásmundar Einars.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo er taflan um hversu háar fjárhæðir er um að ræða.

Sextíu milljarðar á ári. Fjáræðin, sem tekin er með þessum hætti, hefur vaxið hrátt á tíma núverandi ríkisstjórnar.

Ríkisstjórn Bjarna og Katrínar hikar ekki við að taka verulegar fjárhæðir af eldra fólki og öryrkjum.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: