- Advertisement -

Allt í kaldakoli í Reykjavík

„Það rík­ir eitt­hvert und­ar­legt upp­lausn­ar­ástand í rekstri Reykja­vík­ur­borg­ar. Ekki eru marg­ir mánuðir frá því að allt var sagt í himna­lagi í rekstr­in­um og að framund­an væru bjart­ir tím­ar. Þetta var fyr­ir kosn­ing­ar og nú er komið í ljós að rekst­ur­inn er af­leit­ur og út­litið mjög slæmt,“ segir í leiðara Moggans í dag.

„Nú kann að vera að svo sé, að minnil­hlut­inn fái aldrei tíma til að kynna sér mál og að upp­lýs­ing­ar um lána­mál­in séu jafn­vel leyni­leg­ar, hvers vegna svo sem það er. Það rifjar raun­ar upp fleiri at­vik af sama tagi þar sem meiri­hlut­inn í borg­inni af­greiðir stór mál viðskipta­legs eðlis með leynd og fel­ur upp­lýs­ing­ar í lokuðum her­bergj­um sem eng­inn má fara inn í nema bund­inn trúnaði þannig að borg­ar­bú­ar fái sem minnst­ar upp­lýs­ing­ar. En þegar rekst­ur borg­ar­inn­ar er kom­inn í þær ógöng­ur sem raun ber vitni og hringlanda­hátt­ur­inn slík­ur að upp­lýs­inga­gjöf­in er end­ur­skoðuð og snúið al­ger­lega á haus á fá­ein­um vik­um, þá er meira en tíma­bært að bæta upp­lýs­inga­gjöf­ina þannig að borg­ar­bú­ar geti kynnt sér allt sem að baki býr og myndað sér skoðun á ástand­inu í stað þess að þurfa aðeins að treysta á spuna­meist­ara meiri­hlut­ans og þær „upp­lýs­ing­ar“ sem þeir kjósa að veita hverju sinni,“ segir í lok leiðarans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: