- Advertisement -

Alþingi skyldar öll sveitarfélög til að styrkja stjórnmálaflokkana

Forystufólk allra stjórnmálaflokka á Alþingi er sammála um að auka framlög til stjórnmálaflokkanna. Meðal þess sem talsmenn þingflokkanna leggja til er að auka byrðar sveitarfélaga. Þetta kemur fram í lagafrumvarpi.

Í greinargerðinni segir um þetta:

„Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar sem miða að því að skerpa á skyldu sveitarfélaga til að taka afstöðu til framlaga til stjórnmálasamtaka. Þegar framlög nokkurra sveitarfélaga landsins eru skoðuð kemur í ljós að talsverður munur er á því hversu mikið þau hafa greitt. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg greiddi stjórnmálasamtökum a.m.k. 97,5 millj. kr. á síðasta kjörtímabili, eða rúmar 24 millj. kr. á ári. Kópavogur greiddi um 23 millj. kr. á síðasta kjörtímabili og í Hafnarfirði voru greiðslurnar rúmar 18 millj. kr. Þá greiddi Akureyrarbær 8 millj. kr. og Reykjanesbær og Garðabær styrktu stjórnmálasamtök um rúmar 14 millj. kr. hvor. Í frumvarpinu er lagt til að 500 íbúa viðmið falli brott úr lögunum þannig að öllum sveitarfélögum verði gert skylt að taka afstöðu til framlaga til stjórnmálasamtaka við samþykkt fjárhagsáætlunar óháð stærð þeirra. Í lok árs 2017 voru 26 sveitarfélög í landinu með færri íbúa en 500 en ætla má að breytingin muni hafa óveruleg fjárhagsleg áhrif á umrædd sveitarfélög.“

Flutningsmenn frumvarpsins eru: Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: