- Advertisement -

Ásmundur Einar í kjördæmapotsleik

Nú, rétt eftir mannskæðasta bruna síðari ára á Íslandi, á svo að færa lykilstofnun á sviði brunavarna norður á Sauðárkrók í einhverjum kjördæmapotsleik fyrir félagsmálaráðherra.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

Tvær vikur frá Bræðraborgarstígsbrunanum. Ríkisstjórnin hefur ekki fjallað um atburðina og ekkert bólar á því að loforð sem stjórnvöld gáfu við gerð lífskjarasamninga, um refsiákvæði vegna kjarasamningsbrota og félagslegra undirboða, séu efnd. Áfram skal hins vegar siga lögreglunni á veikt fólk vegna fíkniefnaneyslu og stunda racial profiling á erlendu verkafólki. Nú, rétt eftir mannskæðasta bruna síðari ára á Íslandi, á svo að færa lykilstofnun á sviði brunavarna norður á Sauðárkrók í einhverjum kjördæmapotsleik fyrir félagsmálaráðherra. Við getum ekki haft þetta svona áfram, það er alltof mikið í húfi. Skipuleggjum okkur, skorum á gott fólk að gefa kost á sér til stjórnmálaþátttöku, tökum þátt í starfi verkalýðsfélaga, göngum í stjórnmálaflokka, mótmælum, leggjum til lausnir. Rúmt ár til kosninga, vonandi minna. Þurfum nýja ríkisstjórn sem sýnir, bæði með orðum og aðgerðum, að henni sé ekki sama um fólk.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: