- Advertisement -

Bandaríkin eru ekki til fyrirmyndar

Að fela þeim að sjá um ákvarðanir er eins og að fela engisprettum að sjá um akurinn.

Gunnar Smári skrifar:

Bandaríkin, sem auðvaldsflokkarnir horfa til sem fyrirmyndar, er í raun víti til varnaðar, hvert nýfrjálshyggjan leiðir. Þótt landsframleiðsla á mann sé meiri í Bandaríkjunum en víðast hvar lifir stór hluti landsmanna eins og íbúar fátækustu landa og millistéttin hefur staðnað lífskjörum, er skuldum vafin og valdalítil, ræður í raun fáu um þróun samfélagsins. Þetta eru einkenni nýfrjálshyggjunnar, alræði auðvaldsins.Hin ríku þurfa ekki á samfélaginu að halda; geta keypt sér öryggi, heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir börnin sín, framfærslu á efri árum. Með því að fela auðvaldinu öll völd er fólk í raun að samþykkja að samfélagið verði leyst upp, öll sú vinna sem kynslóðir tuttugustu aldra lögðu á sig til að byggja upp samfélag þar sem venjulegt fólk gat vænst öryggis og sæmilegrar afkomu.Hin ríku soga til sín allt afl samfélagsins. Að fela þeim að sjá um ákvarðanir er eins og að fela engisprettum að sjá um akurinn. Samfélagið verður sem brunarústir þegar hin ríku hafa farið yfir það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: