- Advertisement -

Bjarni fjármálaráðherra og peningarnir

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samdfylkingarinnar, skrifaði:

Ástandið á Landspítalanum kemur peningum ekki við, segir Bjarni Benediktsson.

Hefur útskriftarvandinn – þar sem tugir eldri borgara eru geymdir á spítalagöngum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og öðrum úrræðum – ekkert með peninga að gera?

Þú gætir haft áhuga á þessum

JPJ:

Það kostar peninga að bæta starfsaðstæður, gera launakjör heilbrigðisstétta samkeppnishæf við launakjör í nágrannalöndunum, halda í og laða fagmenntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Jú. Það kostar peninga að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu og heimahjúkrun svo hægt sé að létta þessu álagi af spítalanum.

Hvað með mönnunarvandann?

Það kostar peninga að bæta starfsaðstæður, gera launakjör heilbrigðisstétta samkeppnishæf við launakjör í nágrannalöndunum, halda í og laða fagmenntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Þetta segir sig sjálft. Mönnunarvandinn er að verulegu leyti fjármögnunarvandi.

Raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda hafa svo gott sem staðið í stað á undanförum árum og sjúkrahúsrýmum beinlínis fækkað síðastliðinn áratug meðan þjóðin hefur elst og veldisvöxtur orðið í komu ferðamanna. Rúmanýting um of yfir 100%, langt umfram það sem talið er ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við.

Nú hafa sex af níu sérfræðilæknum á bráðamóttöku sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga flúið óboðlegar starfsaðstæður.

Og nei Bjarni, það er ekki vegna þess að fólkið kann ekki að lesa fjárlög.

Það er vegna þess að flokkunum sem stjórna landinu hefur mistekist að hlúa að og byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær kröfur sem við gerum í velferðarþjóðfélagi á 21. öld.

Þetta getur ekki gengið svona lengur. Við verðum að skipta um kúrs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: