- Advertisement -

Bjarni gerir vondan milljarða samning

Gunnar Smári skrifar:

Vísi hefur tekist að veiða út úr undirdeild fjármálaráðuneytisins hvert leiguverðið er í samningi ríkisins við Pétur í Eykt varðandi hús skattsins. Það er 40,5 m.kr. á mánuði fyrir 11.700 fermetra eða 3.462 kr. á fermetrann. Samningurinn er um að skatturinn og fjársýslan greiði fyrirtæki Péturs 14.580 m.kr. á næstu þrjátíu árum, sem ráðuneytið segir að séu ígildi 9.900 m.kr. núvirt (sem er aðferð til að reikna ávinning skattsins af því að fá að borga leiguna út á þrjátíu árum í stað þess að staðgreiða hana í dag). Leigan er hins vegar verðtryggð svo endanlegar greiðslur yfir tímann munu verða miklu hærri.

En er þetta góður samningur, betri en ef ríkið byggði yfir skattinn sinn?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skatturinn mun hins vegar ekkert eiga, vera á götunni í leit að húsnæði til að leigja undir starfsemina.

Fyrr á þessu ári gaf Landsbankinn út tilkynningum um að kostnaðurinn við að reisa nýjar höfuðstöðvar yrði meiri en ráð hafði verið gert, eða um 11,8 milljarðar króna. Sú bygging er 16.500 fermetrar, jarðhæðin verslunarhúsnæði en efri hæðir skrifstofur. Byggingarkostnaður er því um 715 þús. kr. á fermetra.

Ef við gerum ráð fyrir sama kostnaði á húsið sem Pétur í Eykt er að byggja fyrir skattinn þá ætti það að kosta tæplega 8,4 milljarða króna. Byggingarkostnaður er örugglega lægri enda húsið sem skatturinn fer í mun lágstemmdara og á ódýrari lóð en hús Landsbankans. En ef við reiknum með háum byggingarkostnaði Landsbankans þá ættu leigutekjur af samningnum að skila Pétri byggingarkostnaðinum á rétt rúmum 17 árum. Seinustu 13 ár leigusamningsins greiða fyrir viðhald en enda fyrst og fremst sem hagnaður í vasa Péturs. Þegar leigusamningurinn rennur út mun Pétur hafa fengið allt sitt til baka og vel það auk þess sem hann á heilt hús skuldlaust.

Skatturinn mun hins vegar ekkert eiga, vera á götunni í leit að húsnæði til að leigja undir starfsemina.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: