- Advertisement -

Bjarni hlýðir ekki samþykkt Alþingis

„Er ekkert að marka það sem er samþykkt á Alþingi? Er ekkert að marka það? Hvar er virðingin?“

Guðmundur Ingi: „Ég spyr hæstvirtan forseta Alþingis: Er ekkert að marka það sem er samþykkt á Alþingi? Er ekkert að marka það?“

„Flokkur fólksins setur fólk í fyrsta sæti. En hvað gerir þessi ríkisstjórn? Enn er vísvitandi fjárhagslegt ofbeldi í gangi. Hversu lengi á það að viðgangast? Er það okkur til sóma á þinginu að við höfum samþykkt einróma, með 56 atkvæðum, að hætta fjárhagslegu ofbeldi, því að hirða lífsnauðsynlega styrki af öryrkjum? Ætlar núverandi ríkisstjórn vísvitandi og viljandi að halda ofbeldinu áfram?“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á þingi í dag. Og hann sagði margt meira:

„Þann 12. júní sl. var eftirfarandi þingsályktunartillaga samþykkt, um skattleysi uppbóta á lífeyri:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp, eigi síðar en 1. nóvember 2018, sem leysi undan skattskyldu uppbætur á lífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Við frumvarpsvinnuna verði m.a. haft samráð við félags- og jafnréttismálaráðherra með það að markmiði að tryggja að skattleysi uppbóta á lífeyri skerði ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.“

Einn af þeim 56 þingmönnum sem samþykktu var hæstvirtur fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, maðurinn sem átti að leggja þetta frumvarp fram fyrir 1. nóvember. Hvernig í ósköpunum er hægt að koma svona fram við veikasta fólkið okkar, að halda áfram að níðast á fólki með villandi styrkjum og boðum?“

Guðmundur Ingi er ekki bara ósáttur. Hann virðist einnig vera undrandi:

„Ég spyr hæstvirtan forseta Alþingis: Er ekkert að marka það sem er samþykkt á Alþingi? Er ekkert að marka það? Hvar er virðingin? Ábyrgð þingsins hlýtur að liggja hjá því fólki sem er þarna úti, enn að taka við styrkjum sem er verið að plata það með, sem skilar því ekki krónu, sem skilar því tapi.

Ég spyr: Ætlum við á þingi, eftir að hafa samþykkt einróma að hætta því, ekki að gera neitt? Ég segi þá bara: Til hvers í ósköpunum erum við að samþykkja eitthvað hérna?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: