- Advertisement -

Bjarni íhuga að láta ríkissjóð styrkja stærstu fyrirtækin

Sættið þið ykkur við að Bjarni beini næstu hrinu efnahagsaðgerðanna líka fyrst og fremst til allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna?

Gunnar Smári skrifar:

Stöð 2 var með frétt af því að Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, væri að átta sig á að efnahagshorfur væru verri en hann hafði vilja trúa hingað til og að hann væri farinn að íhuga beina styrki til fyrirtækja. Hvað ætlið þið að gera þá? Sætta ykkur við almenna styrki, eins og reyndin hefur verið hingað til, svo Samherji, Kvika, Hagar og Sjóvá njóti styrkja frá almenningi en ekki aðeins þau fyrirtæki sem standa veikt og möguleiki er að bjarga, fyrst og fremst einyrkjar og smáfyrirtæki?

Sættið þið ykkur við að Bjarni beini næstu hrinu efnahagsaðgerðanna líka fyrst og fremst til allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna? Og munuð þið ekki fara fram á neitt endurgjald, t.d. hlut í fyrirtækjunum? Það er óendanlega mikilvægt að fólk sem skilur vandann betur en ríkisstjórnin láti í sér heyra og berjist fyrir aðgerðum sem bjargi samfélaginu, komi fólki og fjölskyldum í gegnum háskalega tíma, og miði að því að styðja smáfyrirtæki, einyrkja og lítil fjölskyldufyrirtæki til að þreyja þorrann, þau fyrirtæki sem líklegust eru til að sína nægan viðmótsþrótt til að ýta atvinnulífinu í gang að nýju. Það gera stórfyrirtækin ekki. Ef fjármagninu er beint til þeirra munu eigendur þeirra nota það til að bjarga eigin skinni og/eða kaupa upp smærri fyrirtæki í vanda sem njóta ekki sömu verndar bankakerfisins og stjórnvalda.

Ef ríkisstjórnin leggur stærri fyrirtækjum til fé á almenningur að krefjast þess að fá hlut í þeim og í framhaldinu að afl þess hlutar verði beitt til að tryggja starfsfólkinu aðkomu að ákvörðunum með setu í stjórn þeirra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: