- Advertisement -

Bjarni segist eiga heimsmet

Úrklippa úr blaði Sjálfstæðisflokksins.

Stærðarinnar blaði Sjálfstæðisflokksins er dreift í öll hús í dag. 120 þúsund eintök. Ritstjóri blaðsins er Jón Gunnarsson ritari flokksins.

Í blaðinu segir Íslendinga fremri öllum öðrum þjóðum hvað varðar umhverfi eldri borgara. Það er bara ekkert minna:

„Ísland trónir á toppi alþjóðlegs lista um hvar sé best að fara á eftirlaun. Listinn byggir á svokallaðri alþjóðaeftirlaunavísitölu en hún byggir á 18 undirvísitölum í fjórum meginflokkum; heilbrigðis, lífsgæða, efnislegra gæða og fjármála við eftirlaun. Ísland hækkar um eitt sæti frá árinu á undan og tekur efsta sætið af Sviss, sem er nú í öðru sæti listans. Noregur er í því þriðja. Alþjóðaeftirlaunavísitalan er gefin út á hverju ári af franska eignastýringarfyrirtækinu Natix Global Asset Management.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Nýleg frétt af stöðu eldra fólks á Íslandi.

Sem dæmi um vanda eldri borgara má lesa þetta í nýlegri frétt hér á Miðjunni. Fréttin var unnin upp úr svari heilbrigðisráðherra:

„Hinn 1. nóvember 2019 voru 390 einstaklingar á biðlista eftir varanlegu hjúkrunarrými og 80 á biðlista eftir varanlegu dvalarrými. Er þá miðað við að skráð hafi verið ósk um heimili og ekki sé um að ræða flutning milli heimila.“

Það er kannski ljótur leikur að spilla gleði flokksmanna. Nokkuð hefur verið talað og skrifað um að íslenskir eldri borgarar flýi verðlagið hér heima, gerist efnahagslegt flóttafólk, og leiti í auknum mæli til Spánar. Ritari Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson gefur ekki mikið fyrir það.

„Sumir segja að Spánn á íslenskum eftirlaunum sé besti staður í heimi,“ segir Jón og hlær. Sennilega trúir hann formanni sínum að sá sé heimsmeistari i málefnum eldri borgara.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: