- Advertisement -

Bjarni sprakk á tíma

Alþingi „Í dag rann út frestur ráðherra til þess að svara fyrirspurnum. Þessi (sjá má fyrirpurnirngar hér að neðan) fyrirspurn er búin að liggja hjá ráðherra síðan í vor. Enn ekkert svar. Það er ekki eins og þetta sé flókin spurning, braut ráðherra siðareglur?“

Það er þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, sem skrifar þetta.

„Það má kannski ekki setja þetta í „kosningasamhengi“ eins og skýrsluna sem fór ofan í skúffu af sömu ástæðu.

Ég veit ekki af hverju ráðherra situr enn á stólnum sínum, ég er jafn hissa á að hann hafi samvisku til þess og að hinir flokkarnir á þingi leyfi honum að halda í stólinn deginum lengur en frá því stjórnin var mynduð. Ég er búinn að vera að undirbúa vantrauststillögu frá fyrsta degi þingsins en ekki fengið hljómgrunn hjá öðrum flokkum. Nú í haust var þolinmæði mín á einhverri pólitískri hringavitleysu á þrotum og vantrauststillaga var tilbúin og þingflokkurinn var að undirbúa framsetninguna þegar stjórnin sprakk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég sakna þess að þingmenn hafi ekki fengið að greiða atkvæði um hvort þeim fyndist í lagi að hafa ráðherra sem lýgur að þjóðinni í sjónvarpsviðtali (það þótti ekki viðeigandi í fyrra að minnsta kosti), sá ráðherra sagði amk. af sér.

Síðan stjórnin sprakk er búið að koma upp um amk. tvær lygar í viðbót, vitneskja um skattaskjólsfélagið var til staðar og vafningurinn var ekki bara formsatriði. Samt situr þessi ráðherra enn.

Ég spyr því, hvað þarf til?

Síðast þurfti stæstu mótmæli Íslandssögunnar. Nú virðist þurfa kosningar sem gætu meira að segja ekki dugað til… því hver veit miðað við skoðanakannanir í fyrra og niðurstöður kosninganna? Flestir flokkar eru svo ekki einu sinni tilbúnir til þess að segja að þeir muni ekki vinna í ríkisstjórn með þessum ráðherra og flokki hans, segjast bara geta unnið með öllum … líka þeim sem ljúga.

Hvað finnst ykkur? Er það í alvörunni eðlilegt að niðurstöðurnar geti orðið eins og kannanir benda til? Er eðlilegt að sumir stjórnmálamenn fái bara uppreist æru? Vorum við ekki einmitt að lenda í vandræðum með þessa æru?

Hérna er fyrirspurnin sem ég skipti í tvennt fyrir þetta þing til þess að það væri líklegra að fá svar.“

 

Fyrirspurn 

til forsætisráðherra um siðareglur.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.

Braut ráðherra siðareglur með töfum á birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum?

Fyrirspurn 

til forsætisráðherra um upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.

  1. Hver leggur mat á það hvort þær upplýsingar sem ráðherra hefur undir höndunum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varði almannahag eða ekki, sbr. 6. gr. siðareglna ráðherra um upplýsingagjöf og samskipti við almenning?
    2.      Hefur farið fram mat á því hvort efni skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varði almannahag? Ef svo er, hver var niðurstaða þess mats? Ef ekki, hvers vegna ekki?
    3.      Hvað telst vera reglulegur og skipulagður háttur við upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla?

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: