- Advertisement -

Björgólfur Thor og útgerðarbraskið

„Eru þessir kvótagreifar í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldbindingum sínum? Ef ekki, þá er geggjunin ennþá algjör.“

Björgólfur Thor skrifar: „En braskið er allt í kringum okkur í dag. Kvótagreifar setja nýtt met í arðgreiðslum og gefa almenningi fingurinn, á meðan margir þingmenn streitast við að finna leið sem tryggir að útgerðin greiði sem allra minnst fyrir aðgang sinn að þjóðareign. Af hverju rennur arðurinn af auðlindinni ekki í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar, eins og arður Norðmanna af olíuvinnslu? Enginn lærdómur þar. Og nýjustu dæmi af útgerðarbraski sýna, að enn og aftur eru menn að kaupa fyrirtæki og selja þau svo aftur fyrirtækjum sem skráð eru á markaði og innleysa þannig gríðarmikinn hagnað á stuttum tíma. Slík viðskipti minna á ítrekaðar sölur á Sterling flugfélaginu heitna, sem var svo eftirsótt að sömu menn börðust um að eiga það til skiptis. Þessi herlegheit eru síðan fjármögnuð af banka í eigu ríkisins. Ég spyr bara: Eru þessir kvótagreifar í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldbindingum sínum? Ef ekki, þá er geggjunin ennþá algjör.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: