- Advertisement -

Björn Leví á skyrtunni og gömlu karlarnir

Steingrímur J. Sigfússon og Þorsteinn Sæmundsson, gömlu karlarnir, eins og Björn Leví nefnir þá.

Alþingi / „Gömlu karlarnir skipta sér sem betur fer ekki lengur af klæðaburði kvenna en þeir telja sér enn óhætt að skipta sér af klæðnaði annara karlmanna án þess að fá augljósan karlrembustimpil á sig. Málið er að skoðanirnar eru enn þarna til staðar, stjórnsemin og afskiptasemin um mál sem kemur þeim ekkert við,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson á Facebook.

Tilefnið er athugasemdir Steingríms J. Sigfússonar vegna þess að Björn Leví kom á skyrtunni i ræðustól þingsins. „Þeim sem bjóða sig fram til Alþingis mætti vera það ljóst að það  hefur líka verið hefð hér að fólk uppfylli ákveðnar klæðaburðarskyldur,“ sagði Steingrímur.

Þorsteini Sæmundssyni Miðflokki var misboðið: „Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að það er ekki hægt að innræta mönnum sjálfsvirðingu. Og það er ekki hægt að gera neitt af því ef af menn hafa ekki virðingu fyrir sjálfum sér, en mér þykir það heldur ömurlegt þegar menn bera ekki virðingu fyrir elstu stofnun landsins og þeim hefðum og þeim reglum sem þar hafa gilt um ára bil,“ sagði Þorsteinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bubbi Morthens tók þátt í umræðunni á Facebook. Hann er sömu skoðunar og Steingrímur og Þorsteinn Sæmundsson. Og eflaust margir fleiri.

Ein af þessum þremur skyrtum gengur ekki í þingsal, segir Björn Leví Gunnarsson.Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: