- Advertisement -

Blekkingarleikur Bjarna og Katrínar

Marinó Njálsson sér í gegnum áform Bjarna og Katrínar. Marinó skrifaði á Facebook:

Nú á að slá ryki augu fólks, svo það haldi að auka eigi réttlæti í þjóðfélaginu. Ætlunin er að leggja fram frumvarp „sem lætur fjármagnseigendur borga útsvar til sveitarfélaga“, eins og kemur fram í fyrirsögn fréttar Kjarnans um málið. Svo þegar texti fréttarinnar er lesinn, þá segir:

„Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem felur í sér að þeir sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar.“

Takið eftir að þessi breyting á bara að ná til þeirra sem „hafa eingöngu fjármagnstekjur“. Allir hinir sem hafa ríkulegar fjármagnstekjur og eru með laun á við lægstu taxta Eflingar og þaðan af lægra en þó einhver laun, lífeyri eða greiðslur úr lífeyrissjóði, þeir falla ekki undir þetta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað ætli það séu margir, sem hafa engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur? Er þá sá í góðum málum, sem gefur upp 10 m.kr. í útsvarsskyldar tekjur, en er með 100 m.kr. í fjármagnstekjur? Þó svo að sveitarfélögin fengju 1,4 m.kr. eða þar um bil í sinn hlut, þá fitna þau nú engin ósköp af því að í mesta lagi nokkur hundruð einstaklingar þurfi að greiða 1,4 m.kr. til þeirra. Nær væri, að ákveðið hlutfall af fjármagnstekjuskattinum, t.d. 4%, rynni einfaldlega til sveitarfélaganna og skatturinn yrði í leiðinni hækkaður í 26%.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: