- Advertisement -

Bölvuð bið á biðlista Svandísar og Bjarna

Fyrir ekki svo mörgum dögum hitti ég einn af þingmönnum Vinstri grænna. Sá er ekki hrifinn af mér eða Miðjunni. Það er svo sem gagnkvæmt. Það litla sem þingmaðurinn sagði, var að VG hafi tekist vel upp með heilbrigðiskerfið í núverandi stjórnarsamstarfi.

Áður en ég gat mótmælt gekk þingmaðurinn á brott.

„Þeir eiga bágt sem eiga bágara en þú,“ sagði mamma ef við bræður bárum okkur illa. Það á enn við. Samt verð ég að segja þetta. Eftir slys er ég krónískur verkjasjúklingur. Finn alltaf fyrir verkjum. Mismiklum þó. Alltaf eitthvað. Allt of oft finn ég fyrir miklum verkjum. Til dæmis núna.

Það er búið að reyna margt. Í lok ársins 2017 var ég sjö vikur á Reykjalundi. Margt annað hefur verið reynt. Ekkert gengur. Eftir allt of langa bið hef ég komist að í verkjateymi Landspítalans. Eða ekki. Hef farið í sprautumeðferð. Sem dugði ekki. Næsta skref er fram undan. En hvenær veit ég ekki. Ég bara bíð og ég bíð og ég bíð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tók þetta saman fyrir þremur árum:

Heilbrigðiskerfið sem þingmaður VG hrósar sér af er ekki merkilegra en þetta. Oft hugsa ég hvað ég er þó lánsamur. Það er ekkert að mér annað en taugaskemmdir sem valda sársauka. Ekkert sem grasserar innra með mér.

Svo er það þáttur Bjarna Benediktssonar. Sem 75 prósent öryrki eiga mér að vera tryggðar 240 þúsund krónur á mánuði. Þar sem ég hef safnað í lífeyrissjóði sér ríkisvaldið tækifæri til að ná öllum þeim sparnaði af mér. Lífeyrissjóðirnir borga mér 180 þúsund á mánuði. Svo Bjarni leggur mér aðeins til 60 þúsund af þeim 240 sem ríkið ætti í raun að gera. 75 prósenta skattur.

Allt er þetta ómögulegt. Og ég bíð enn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: