- Advertisement -

Börnin óttuðust um líf sitt

Ég þykist vita að það muni taka marga sem lentu í þessu langan tíma að jafna sig eftir þetta.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifaði á Facebook:

„Að baki er erfið nótt í blind-þreifandi-byl undir Bláfellshálsi og Langjökli. Nótt sem einkenndist af ótta og ugg um afdrif 49 manns sem ýmist grafin í fönn eða skjálfandi upp við hvort annað í óupphituðum vélarvana bíl, börn og fullorðnir, biðu björgunar í allan gærdag og fram á nótt. Veðrið var hreint út sagt ólýsanlegt og með ólíkindum að björgunaraðilum skyldi yfirleitt takast að athafna sig með þeim árangri að allir virðast ætla að komast heilir á húfi frá þessari þrekraun.

Þegar við úr björgunarsveitinni Ingunni á Laugavatni komumst loks í skálann í Geldingarfelli – eftir að hafa tímunum saman pjakkað þangað á björgunarsveitarbílnum í öskubyl og skipst á að ganga á undan honum langleiðina – settum við upp hjálparstöð í skálanum sem var fyrsti áfangastaður hópanna á langri og seinfarinni leið þeirra til byggða. Fólkið var hrakið, hrætt og þreytt. Margir með augljós einkenni ofkælingar. Til allrar hamingju var hægt að færa það úr vosklæðunum, koma því í þurra kuldagalla og gefa heita drykki áður en lengra var haldið. Síðan var haldið áfram með fólkið í fjöldahjálparstöð á Gullfossi þar sem það fékk læknisaðstoð og faglega aðhlynningu. Það ferðalag var seinlegt og erfitt enda aðstæður eins og þær verða verstar í grimmdarklóm íslenskrar vetrarveðráttu.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Til allrar hamingju var hægt að færa það úr vosklæðunum, koma því í þurra kuldagalla og gefa heita drykki áður en lengra var haldið.
Mynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.

Ég þykist vita að það muni taka marga sem lentu í þessu langan tíma að jafna sig eftir þetta. Sumir jafna sig kannski aldrei. Sárast finn ég til með börnunum sem sannarlega óttuðust um líf sitt og höfðu ríka ástæðu til. Þetta var sannkölluð skelfingarnótt en það vakti einhver verndarhönd yfir aðgerðum á vettvangi í gær.

Guði sé lof fyrir giftusamlega björgun við erfiðustu veðuraðstæður sem orðið geta á Íslandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: