- Advertisement -

Bréfið til Sjómannafélagsins: Ósk um félagsfund

2. nóvember 2018. Berist til stjórnar Sjómannafélags Íslands.

Óskað er eftir að stjórn Sjómannafélags Íslands boði til félagsfundar eigi síðar en sólarhring frá dagsetningu þessa bréfs í ljósi grafalvarlegrar stöðu félagsins, vinsamlega hafið tveggja sólarhringa fyrirvara í fundarboðinu skv. 19. gr í lögum félagsins.

Einnig er óskað eftir að ráðstafanir verði gerðar til að félagsmenn sem búa fjarri höfuðborginni og/eða eru á sjó geti tekið þátt á fundinum með fjarfundartækni og fengið verði upplýsingatæknifyrirtæki á borð við Advania til að stýra tæknimálum er varða fjarfundarbúnað og rafrænni kosningu .

Sérstaklega er óskað eftir að Heiðveig María Einarsdóttir verði boðuð á fundinn vegna óljóss lögmætis brottvikningar hennar úr félaginu.

Lagt er til að fenginn verði óháður og vanur fundarstjóri til að stjórna fundinum þar sem búast má við átakamiklum fundi; tillaga er um að Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður, verði fenginn í verkið.

Óskað er eftir staðfestingu á móttöku þessa pósts.

Vísað er til 19. gr. félagslega sem hljóðar svo:

“Félagsfundur skal haldinn þegar stjórnin álítur tilefni til eða ef að minnsta kosti 100 félagsmenn óska þess skriflega enda sé um leið gerð grein fyrir verkefni slíks fundar. Félagsfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Til fundar skal boða með tveggja sólarhringa fyrirvara. Ef félagsfundur er haldinn undir sérstökum kringumstæðum og tveir sólarhringar ekki liðnir frá því að fundur var boðaður ber í upphafi fundar að leita samþykkis fundarmanna um að fundurinn skuli teljast lögmætur. Félagsfundur getur ekki ákvarðað fjárhagsskuldbindingar.”

Okkur, sem setjum nafn okkar á þennan undirskriftalista, finnst mikilvægt að félagsfundur komi saman í því skyni að félagsmenn geti tekið afstöðu til þess hver séu gildandi lög félagsins og leiðbeint stjórn Sjómannafélags Íslands í því efni áður en lengra er haldið.

Máli okkar til stuðning vísum við til réttmætisreglunnar og til mikilvægis þess að ekki leiki vafi á gildandi lögum í félaginu.

Tillaga að dagskrá fundarins:

  1. Framkvæmd og form fundar og atkvæðagreiðslu um niðurstöðu fundarins.
  2. Borin saman lög félagsins eins og þau eru sett fram í fundargerðum eftir aðalfundi í nóvember 2016 og desember 2017 við lög félagsins eins og þau birtast á heimasíðu félagsins hverju sinni.
  3. Skýringar stjórnar og umræður.
  4. Niðurstaða.
  5. Önnur mál, réttilega fram borin.

Litið er svo á að undirskriftalisti þessi sé fullgildur þar sem að rafrænar undirskriftir gilda jafnt á við skriflegar skv. lögum nr. 28/2001 um rafrænar undirskriftir, en þar segir:

  1. gr. Réttaráhrif rafrænna undirskrifta.

Ef undirskrift er skilyrði réttaráhrifa samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða af öðrum orsökum fullnægir fullgild rafræn undirskrift ætíð slíku skilyrði.

Sigurður Jóhann Atlason

Rúnar Gunnarsson

Davíð Sigurðsson

Sæþór Ágústsson

Sigurdór Halldórsson

Ólafur Ingvar Kristjánsson

Júlíus Jakobsson

Friðrik Elís Ásmundsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: