- Advertisement -

Dagur hinn grimmi

Dagur B. Eggertsson hefur ekki vilja eða pólitíska stöðu til að borga lægstlaunaða starfsfólki borgarinnar laun svo það nái endum saman í sínu daglega lífi. Fólkinu er mætt af grimmd.

„Efling hefur gert hverja tilraunina á fætur annarri til að rétta hlut borgarstarfsmanna frá því í vor. Lagðar hafa verið fram sanngjarnar kröfur um minna álag, mannsæmandi laun og styttri vinnuviku,“ segir í frétt frá Eflingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hver vonbrigðin hafa rekið önnur í samningaviðræðunum. Reykjavíkurborg hafði forystu um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar fyrir örfáum árum. Jákvæður árangur verkefnisins er ótvíræður. Engu að síður dregur borgin lappirnar í þessu mikla framfaramáli og samningar hafa ekki náðst.

Borgin er í höndum Eflingarfólks á hátt í 200 vinnustöðum borgarinnar. Þessi lægst launaði hópur í samfélaginu á skilið mannsæmandi líf,“ segir einnig í frétt Eflingar.

Það er skömm af því að borgin sé rekin af svo mikilli óbilgirni. Þetta er grimmd. Dagur starfar í skjóli VG, Pírata og þá helst í skjóli Viðreisnar. Viðreisn er langt, langt til hægri í borgarpólitíkinni. Dagur nýtur sín í skjólinu. Sýnir sinn innri mann. Gerir ekkert til mæta láglaunafólki borgarinnar.

Þessi grimmd er óviðunandi. Jafnvel þó gerendunum þyki mikið til sín koma.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: