- Advertisement -

Dagur vill til Bacelona

„Borgarstjóri vill fara til Barcelona,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

„Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu. Er ekki sjálfsagt að borgarstjóri gæti hófs í ferðum erlendis og fari aðeins til útlanda fyrir skattfé borgarbúa í undantekningartilfellum? Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir á síðasta borgarráðsfundi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: