- Advertisement -

Drífa afþakkar dansinn við Halldór

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og frambjóðandi til forseta ASÍ, þiggur ekki dansinn sem Halldór Benjamín bauð henni að dansa við sig.

„SA er tilbúið í dans um engar hækkanir og skerðingar á réttindum launafólks…… af því það er gott fyrir okkur öll! Ekki orð um ofurlaun eða hvernig skal stemma stigu við sjálftöku eigenda og stjórnenda fyrirtækja. Ekki orð um að beita skattkerfinu til jöfnunar. Ekki orð um hvernig atvinnurekendur ætla að tryggja fólki laun til framfærslu. Takk fyrir það!“

Drífa talar skýrt. Halldór verður að hafa meira að bjóða eigi Drífa að stíga dans við hann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: