Ef raforkusalinn á ekki sök á atvikinu eru áhrifin á þjóðaframleiðsluna í raun óveruleg.
Þórólfur Matthíasson.
Facebook: Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði:
Hver eru áhrif framleiðslustopps hjá Norðuráli á Verga Landsframleiðslu og Verga Þjóðarframleiðslu?
Fyrst ber að nefna að framleiðslustoppið hefur mismunandi áhrif á landsframleiðsluna og þjóðarframleiðsluna. Þar sem álverið er í eigu erlendra aðila telst hagnaður þess ekki til þjóðarframleiðslunnar en er hins vegar talinn með þegar landsframleiðslan er reiknuð út. En nóg um það.
Skoðum áhrifin á innlenda aðila fyrst:
Þykir ólíklegt að fyrirtækið segi mörgum upp beinlínis vegna þessa.
Launþegar: Tapa yfirvinnu og vaktaálagi, en halda dagvinnu nema verkalýðsfélagið hafi samið um launaleysi fyrir fólkið í framleiðslustoppi. Þykir ólíklegt að fyrirtækið segi mörgum upp beinlínis vegna þessa.
Raforkusalinn: Fær greitt fyrir forgangsorkuna. Tapar hugsanlega viðbótartekjum frá Norðuráli vegna umframorku, en getur selt orkuna tvisvar þann tíma sem framleiðslustöðvunin stendur, annaðhvort beint til gagnavera eða óbeint með því að hækka í lónum og eiga forða í næsta vonda vatnsári. Ef rekja má framleiðslustöðvunina til einhvers atburðar hjá raforkusalanum gæti raforkusalinn þurft að greiða Norðuráli bætur.
Þriðju aðilar eins og Eimskip og fleiri tapa hagnaði tengdum flutningum á afurðum og hráefni. Veit ekki að hversu miklu leyti þessi þjónustufyrirtæki eru í eigu Íslendinga.
Fjármagnseigandinn (eigendur Norðuráls): Tapar hagnaði af framleiðslu í stopp tímann og þarf að borga raforkusalanum og launþegunum, en fær tryggingarbætur frá eigin tryggingarfélagi og hugsanlega bætur frá raforkusalanum.
Allt í allt má fullyrða að áhrifin á landsframleiðsluna eru meiri en áhrifin á þjóðaframleiðsluna. Ekki er rétt að miða tapið við það hversu mikil raforkusalan til Norðuráls er af heildarraforkuframleiðslu vegna þess að atvikið gefur raforkusalanum færi á að selja þá orku beint eða óbeint tvisvar. Ef raforkusalinn á ekki sök á atvikinu eru áhrifin á þjóðaframleiðsluna í raun óveruleg. Ef raforkusalinn er ábyrgur að einhverju leyti er samt ólíklegt er að atvikið hafi jafn mikil áhrif á þjóðarframleiðsluna og fall Play. Tryggingar Norðuráls gagnvart framleiðslutapi hafa einnig áhrif í þá átt að draga úr áhrifum atviksins á landsframleiðsluna.