- Advertisement -

Vinnslustöðin berst um í ólgusjó

„Öllum þessum áformum Vinnslustöðvarinnar hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nú kollvarpað,“ segir í tilkynningunni frá Vinnslustöðinni, sem hefur nú selt togarann Þórunni Sveinsdóttur VE 401.

Þar á bæ róa menn að því öllum árum að halda Vinnslustöðinni gangandi. Ljóst er að miklar skuldir ógna framtíð félagsins.

„Síðan Vinnslustöðin keypti Leo Seafood og Ós hafi stjórnvöld lögfest liðlega tvöföldun veiðigjalda. Í tilfelli Óss hækki veiðigjöld um liðlega 120 milljónir króna og fyrir samstæðu Vinnslustöðvarinnar um 850 milljónir króna þegar þau verði að fullu fram komin,“ segir í fullyrðingum frá Vinnslustöðinni.

Áform voru uppi um að láta smíða tvö ný fiskiskip, sem var ætlað að koma í stað eldri botnfiskskipa félagsins. Þetta allt hefur það í för með sér að starfsfólki VSV fækkar enn.

„Þetta er allt hið sorglegasta mál og þvert á stefnu Vinnslustöðvarinnar, og það sem áður hefur verið sagt. Okkar stefna var að byggja upp traust og öflugt atvinnulíf í Eyjum, samfélaginu sem og þjóðinni allri til hagsbóta. En við förum ekki með lagasetningarvaldið og verðum að hlíta því. Eina sem við getum gert er að bregðast við og það erum við að gera með þessum ráðstöfunum sem bitnar á saklausu fólki, samfélaginu í Eyjum og að lokum á þjóðinni allri,“ segir í tilkynningunni frá Vinnslustöðinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: