- Advertisement -

Efniviður í uppreisnargjarna einstaklinga

„Æsingafull“ svara ég og líka „fullum hálsi“, skrifar konan sem skrifar um mig leiðara fullan af svívirðingum.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Þann 7. maí, þremur dögum áður en við undirrituðum kjarasamning við sveitarfélögin birti Fréttablaðið ritsmíð Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Skólabörn, sem leiðara. Hún hefst á upprifjun um liðna tíð er börn upplifðu stórbrotna gleði við að komast ekki í skóla. Veröld sem var er svo borin saman við nýja tíma og nútímabörn sögð ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Það veit Kolbrún vegna þess að sum börn hafa sent umboðsmanni barna bréf vegna verkfalls Eflingar. Og þá vitum við um hvað leiðarinn er og ekki eftir neinu að bíða, látum hrínið hefjast. Ég á „eins og alkunna er“ afar erfitt með að hlusta á sjónarmið annara og því ljóst að ég myndi bregðast illa við bréfinu frá umboðsmanni. „Æsingafull“ svara ég og líka „fullum hálsi“, skrifar konan sem skrifar um mig leiðara fullan af svívirðingum. Túlkun mín á bréfi umboðsmanns er „fjarstæðukennd“. Ég á að leggja mig fram við að hlusta á skoðanir barna. En af því að ég er svona innréttuð eins og ég er þá kann að hvarfla að einhverjum að mér líki ekki skoðanir barna. Og að ég telji bréfasendingar þeirra til umboðsmanns barna sem leiddu til bréfasendinga til mín bera vott um að stéttavitund barnanna sé ekki nægileg; „Þau þykja hugsanlega ekki vera nægilega góður efniviður í uppreisnargjarna einstaklinga sem vilja leggja allt í sölurnar fyrir byltingu í anda Karls Marx og annarra álíka mislukkaðra félaga hans, fyrr og síðar.“

Uppáhaldsorðið mitt um þessar mundir er blibb. Það er svo gott og notadrjúgt, getur lýst svo mörgum upplifunum og tilfinningum. Blibb hugsaði ég þegar ég las deleringarnar að morgni 7. maí. Ég hafði ekki tíma fyrir meira, eins mótiveruð og ég er í brjálseminni varð ég að flýta mér af stað. Blibb varð að duga. Svo hugsaði ég ekkert meira um það að Kolbrún Bergþórsdóttir hefði kallað Karl Marx mislukkaðan. En ég var ekki búin að gleyma. Né grafa. Í dag var ég svo að lesa í ævisögu Marx, úti í sólinni. Á blaðsíðu 229 segir af árásum Marx á einhvern leiðindagaur og asna, Karl Heinzen, sem var vondur við Engels. Marx „went to war against Heinzen´s ignorance“ og skrifaði m.a.: „Ignorance is generally considered a fault. We are accustomed to regard it as a negative quantity. Let us observe how the magic wand of the philistine as critic converts a minus quantity of intellegence into a plus quantiy of morality“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar ég las þetta sagði heilinn minn Blibb og ég flissaði glöð um leið og ég mundi eftir agalega þusinu frá hinni siðprúðu Kolbrúnu sem virðist þrátt fyrir að hafa lesið margar bækur vera svokallað idjót. Mínus magn af greind umbreytist í umfram magn af siðferði smáborgarans. Varla skemmtanagildi í óbærilegum leiðindunum. Það væri kannski hægt að nota orðið „mislukkuð“ en samt eiginlega ekki, vegna þess að það er ekki til nein lukkuð útgáfa af svona innihaldslausri fáfræði. Blibb er á endanum besta orðið til að nota. Blibb. Það skrifaði ég á spássíuna hjá setningunni hans Marx og líka KB. Svo að það væri alveg á hreinu um hvern ég ætla alltaf að hugsa þegar ég rekst á þetta kvót.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: