- Advertisement -

Efsta lagið borgar sér 86 föld laun

Gunnar Smári Egilsson.

Þarna er hæst launaði forstjórinn með 86föld lágmarkslaun og sá neðsti á listanum með 18-föld laun

hinna lægst launuðu. Þetta eru forstjórarnir. Eigendur fyrirtækjanna sem borga þeim þessi laun eru síðan með enn hærri tekjur, en það eru fjármagnstekjur sem mælast ekki í þessum úttektum. Tekjur sem ekki er einu sinni tekið af útsvar, eins og sósíalistar bentu á í kosningabaráttunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ísland var jafnaðarsamfélag á árum áður, frá um 1950-1990. Þá giltu ýmis óskráð lög. Meðal annars að fólk skyldi ekki berast um of á, það þótti merki um veiklyndi. Þess vegna lifðu kapítalistarnir eins og kóngar í útlöndum af þeim gjaldeyri sem þeir gátu stungið undan, en reyndu að falla í hópinn hér heima. Viðmiðunin að hæstu laun væru ekki hærra en 3-5föld lægstu laun. Þeir sem fengu hæstu launin, þetta voru karlastéttir, voru forstjórar, flugstjórar og læknar. Þá þurftu okurlánarar að sætta sig við að halda sig utan samfélagsins, eins og böðlar á miðöldum. Í dag eru okurlánarar og landlordar helstu styrktaraðilar Sinfóníunnar og ætlast bráðum til að við stöndum upp þegar þeir ganga inn í salinn. Við höfum misst, týnt og brotið niður félagsaðhald gegn skepnuskap. Og það birtist meðal annars í því að skepnur sem borga sjálfum sér 86föld laun á við það sem þeir borga konunni sem skúrar skrifstofuna sína er hampað sem sjáöndum og snillingum. Borgaryfirvöld, sem þykjast byggja á hinum sósíalíska arfi, gáfu einmitt þessum manni lóð í Vatnsmýrinni (sem hann seldi svo fyrirtæki og græddi óheyrilega) á sama tíma og þau hafa ekki getað byggt eina íbúð yfir fólk í neyð. Borgarstjórinn vildi mynd af sér með þessum manni, ekki mynd af sér með konunni sem skúrar skrifstofuna hans.

Gunnar Smári Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: